Kubbur Snati

- því allir hundar heita Snati

Síða 1  ⊥  Síða 2  ⊥  Síða 3  ⊥  Síða 4

Beinið

Þó maður sé lítill getur verið gott að fá að brýna tennurnar örlítið á beini.

21. maí 2007

Keramik-Kubbur

Það er víst ekki jafn skemmtilegt að sitja í keramikskál og ætla mætti.

22. maí 2007


Notalegt

Flísarnar eru notalega kaldar fyrir lítinn loðinn Kubb.

22. maí 2007

Í ganginum

Það er líka brúklegt hitastig á parketinu flesta daga.

22. maí 2007


Brúni stóllinn

Stöku sinnum er líka þægilegt að leggja sig í hlýjuna í brúna stólnum.

23. maí 2007

Í símanum

Þegar fjöldi ættingja býr í öðrum landshlutum er nauðsynlegt að halda sambandinu símleiðis.

24. maí 2007


Systkinaást

Maður kvartar ekki meðan maður á stóra systur sem kyssir mann beint á munninn.

26. maí 2007

Mægðaást

Og það er ekki verra að eiga í ástríku sambandi við eiginmann hennar líka.

26. maí 2007


The world has gone Mentos I

Kubbur ákvað að fá lánað örlítið laugardagsnammi hjá Báru frænku...

26. maí 2007

The world has gone Mentos II

...en Báru hugnaðist ekki að snæða það sem Kubbur var áður búinn að smakka.

26. maí 2007


The world has gone Mentos III

En svona smámunir verða nú ekki að vinslitum hjá fólki eins og Báru og Kubbi...

26. maí 2007

Svefnhöfgi

...enda deildu þau herbergi um nóttina.

27. maí 2007


Matborðið

Það er illskiljanlegt greindum hundi að fá ekki að sitja til borðs með öðru heimilisfólki.

30. maí 2007

Nagbein

Það er svo notalegt að gæða sér á nagbeini úti í iðagrænni náttúrunni.

10. júní 2007

Ísak Sigurjón, 2007